Tension

Vök - Tension

  • Lagalisti
  • 1. Við vökum
  • 2. Before
  • 3. Tension
  • 4. Ég bíð þín
  • 5. Á ný
  • Útgáfuform
  • CD
  • LP
  • Stafrænt

Hafnfirska þríeykið Vök og sendu þau frá sér sína fyrstu þröngskífu, hina fimm laga Tension. Þröngskífan er í alla staði vel heppnað byrjunarverk ungrar og langtumfram efnilegrar hljómsveitar sem er í senn angurvær, fullþroska og kappsfull. Á Músíktilraunum 2013 þar sem sveitin sigraði sýndu þau Andri Már Enoksson og Margrét Rán Magnúsdóttir glögg merki þess að þau væru framsækin hljómsveit full sjálfstrausts og bar álitlegan vott af æskuljóma.

Vök hefur nú þegar átt velgengni að njóta á öldum íslenskra ljósvaka sem og á hinum ýmsu samskiptamiðlum og eru margir sem lýsa yfir ánægju sinni með löginn „Ég bíð þín“ og „Before“. Hljómsveitin er þegar farin að vekja athygli á erlendri grundu og hafa erlendir miðlar á borð við KEXP og JaJaJa Music tekið þeim opnum örmum. Tension mjög áheyrileg rafpoppskífa sem gefur ekki aðeins loforð um að hér sé vaxandi hljómsveit heldur rennur hún einstaklega vel í eyru hlustenda.

No comments

You can be the first one to leave a comment.

Leave a Reply