Live at Home

Lay Low - Live at Home

 • Lagalisti
 • 1. Home
 • 2. Horfið
 • 3. Mojo Love
 • 4. I Forget It's There
 • 5. Little By Little
 • 6. In The Dead Of Winter
 • 7. By and By
 • 8. Why Do I Worry?
 • 9. Í veikindum
 • 10. Please Don't Hate Me
 • 11. Donna Mo's Blues
 • 12. Jolene
 • Útgáfuform
 • CD+DVD
 • Stafrænt

Lay Low eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir hefur í nokkur ár verið ein aktífasta og mest leiðandi tónlistarkona á Íslandi. Hún hefur gefið út þrjár góðar og fjölbreyttar breiðskífur sem hafa fengið einróma lof gagnrýnenda sem og tónlistarunnenda.

„Live at Home“ er önnur tónleikaplata Lay Low og var tekin upp á geðgrónum tónleikum sem hún hélt í stofunni sinni heima í Hveragerði og komust þar að færri en vildu. Tónleikana sendi Lovísa út beint á netinu og á horfðu rúmlega fjögur þúsund manns. Fyrir þau sem ekki komust á tónleikana né sáu útsendinguna beint frá heimili tónlistarkonunnar geta nú notið hennar í fullum gæðum á bæði geisladiski og mynddiski.

„Live at Home“ innheldur mörg af þekktari lögum Lay Low af breiðskífum hennar og má þar nefna lög á borð við „Mojo Love“, „By and By“, „Please Don‘t Hate Me“ og „Little by Little“. Á skífunni er einnig að finna gamalt lag í nýjum búningi og er það lag sem hún samdi með hljómsveit sinni Stardust Motel og heitir „Donna Mo‘s Blues“. Síðast en ekki síst má nefna ábreiðu hennar af smelli kántrídrottningarinnar Dolly Parton, „Jolene“. „Live at Home“ er fölskvalaus og frábær tónleikaskífa sem bætir enn einni rósinni í hnappagat þessarar makalausu tónlistarkonu.

No comments

You can be the first one to leave a comment.

Leave a Reply