Komdu til mín svarta systir

Mammút - Komdu til mín svarta systir

 • Lagalisti
 • 1. Ströndin
 • 2. Blóðberg
 • 3. Til mín
 • 4. Salt
 • 5. Þau svæfa
 • 6. Ró
 • 7. Glæður
 • 8. Hvítserkur
 • 9. Tungan
 • Útgáfuform
 • CD
 • LP
 • Stafrænt

Margir Mammút-dýrkendur biðu í ofvæni eftir þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar Mammút og tók biðin enda haustið 2013. Mammút hlaut eindæma lof fyrir breiðskífu sína „Karkari“ sem kom út árið 2008 og sammælast margir því að hún hafi verið með betri rokkskífum sem kom út það árið.

Í fimm ár gengu meðlimir Mammút með plötu leyfðu henni að gerjast og þroskast í þar til að ánægju væri náð og er útkoman „Komdu til mín svarta systir“. Mammút vönduðu vel til verka við gerð plötunnar og má heyra margt áður óheyrt í hljóðheimi sveitarinnar. Sveitin hefur aukið vigt í lagasmíðum sínum og er á köflum dramatískari og fyllri alvöru.

„Komdu til mín svarta systir“ inniheldur smellina „Salt“ og „Blóðberg“ sem féllu strax vel í kram aðdáenda hljómsveitarinnar. Fjölmiðlar á borð við KEXP í Seattle, The Reykjavík Grapevine, Xið 97.7 og Morgunblaðið lofuðu hana í hástert og völdu Rás 2, Fréttablaðið og Fréttatíminn hana bestu plötu ársins 2013. Sérstök dómnefnd sérfræðinga veitti henni verðlaun fyrir hönd Kraumslistans og var hún tilnefnd til samtals sjö verðlauna hjá Íslensku Tónlistarverðlaununum 2013. Það er greinilegt að fimm ára biðin skilaði sér hjá Mammút.

Tilvitnanir:
„Mammút er líklega ein kraftmesta og mest sannfærandi hljómsveit á Íslandi í dag.” Jim Beckmann, KEXP.ORG
„Mammút náð að þróa tónlist sína enn frekar með þessum líka glæsilega árangri.” Potturinn

No comments

You can be the first one to leave a comment.

Leave a Reply