Gæludýr

Ensími - Gæludýr

 • Lagalisti
 • 1. Aldanna ró
 • 2. Læðumst
 • 3. Fylkingar
 • 4. Ráfandi
 • 5. Heilræði
 • 6. Sáttarhönd
 • 7. Gæludýr
 • 8. Pillubox
 • 9. Mittisband
 • 10. Ljósop
 • Útgáfuform
 • CD
 • Stafrænt

Eftir átta ára bið kom út fjórða breiðskífa hljómsveitarinnar Ensími. Hljómsveitin lá lengi vel í dvala eftir útgáfu þriðju plötu sveitarinnar, sem er samnefnd sveitinni og kom út árið 2002. Ýmsar ástæður hindruðu framgang Ensími á sjónarsviðinu, til að mynda nám liðsmanna erlendis, mannabreytingar og annir liðsmanna í öðrum tónlistarverkefnum. Á þessu tímabili tók sveitin sig þó til og hljóðritaði um 20 lög fyrir útgáfu en á endanum var ákveðið að byrja upp á nýtt til að viðhalda ferskleika á upptökum sem skilar sér svo sannarlega hér á plötunni Gæludýr. Platan var hljóðrituð í Sundlauginni og öll lögin tíu sem prýða plötuna eru sungin á íslensku.

No comments

You can be the first one to leave a comment.

Leave a Reply