Autumn Skies

Snorri Helgason - Autumn Skies

  • Lagalisti
  • 1. Autumn Skies 2
  • 2. Berlin
  • 3. Summer Is Almost Gone
  • 4. Calling
  • 5. Poor Mum
  • 6. Kveðja
  • 7. The Morning Is The Loving Hour
  • 8. Big Wheels
  • 9. Willie O' Winsbury
  • 10. It's Over
  • 11. Autumn Skies 1
  • Útgáfuform
  • CD
  • LP
  • Stafrænt

Söngvarinn og lagahöfundurinn Snorri Helgason hefur skapað sér sterkan sess í íslensku tónlistarlífi á þessari öld og hefur ferill hans sem sólólistamaður legið uppá við á síðustu árum. Eftir hann liggja lög sem margir íslenskir tónlistarunnendur þekkja og hafa notið töluverðrar hylli.

Við útgáfu þriðju breiðskífu Snorra kláraðist einn kafli í ferli hans og nýr kafli hófst. Sólólistamaðurinn Snorri Helgason var lagður á hilluna og fram steig hljómsveitin Snorri Helgason sem inniheldur enga aukvisa. Meðlimir hljómsveitarinnar eru auk Snorra söngkonan Sigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla og Múm), trymbillinn Magnús Trygvason Elíassen (Moses Hightower, amiina, Sin Fang o.fl.) og bassaleikarinn Guðmundur Óskar Guðmundsson (Hjaltalín, Tilbury o.fl). Einnig ljá sveitinni hjálparhönd þeir Daníel Friðrik Böðvarsson (Moses Hightower) og Daði Birgisson (Monotown) sem spila á gítar og hljómborð.

„Autumn Skies“ er rosknasta og tilþrifamesta breiðskífa Snorra Helgasonar til þessa og hvílir virkilega falleg og notaleg stemning yfir þessari breiðskífu sem á köflum minnir á meistara á borð við Bítlana, Harry Nilsson, The Band og Townes Vandt.

Tilvísanir:
“Autumn Skies sýnir tónlistarmann sem veit nákvæmlega hvernig hlutirnir virka.” – Edward Hancox, Iceland Review
“Inniheldur mörg af bestu og hrifnæmustu lög Snorra til þessa.” – Jim Beckmann, KEXP.ORG

No comments

You can be the first one to leave a comment.

Leave a Reply