Dry Land

Bloodgroup - Dry Land

  • Lagalisti:
  • 1. My Arms
  • 2. This Heart
  • 3. Wars
  • 4. How Do We Know
  • 5. First To Go
  • 6. Buried In Sand
  • 7. Overload
  • 8. Pro Choice
  • 9. Moonstone
  • 10. Battered
  • 11. Dry Land
  • Útgáfuform
  • CD
  • LP
  • Stafrænt

Bloodgroup vöktu fyrst athygli á sér fyrir oddhvassar lagasmíðar, frískandi og kröftuga tónleikaframkomu á árið 2006. Þessi fjölskyldusveit sem á ættir sínar að rekja til Egilsstaða, Færeyja og Reykjavíkur stimplaði sig rækilega á landakort íslenskrar tónlistar með frumburði sínum Sticky Situation sem leit dagsins ljós ári síðar. Platan seldist í þúsundum eintaka og var greinilegt að Bloodgroup var strax hljómsveit sem heillaði hlustendur með sínu ágenga en jafnframt melódíska hljóðgervlapoppi sem á köflum minnir á gæðasveitir á borð við Goldfrapp, The Knife og Hot Chip.

Á annarri breiðskífu sveitarinnar sem kom út í lok árs 2009 kvað við breyttan tón sem er alvarlegri, á köflum drungalegur en fyrst og fremst stórt stökk fram á við í tónlistarsköpun sveitarinnar. Dry Land er á alla kanta framsæknari og heilsteyptari en fyrirrennarinn.

Bloodgroup fylgdu skífunni eftir með stífu tónleikahaldi á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettfangi og má þar nefna tónlistarhátíðir á borð við CMJ, Popkomm, Eurosonic, Hróaskeldu o.s.frv.

Tilvísanir: „Þegar þú heyrir hversu mikið Bloodgroup hefur farið frá á aðeins tveimur árum geturðu ekki annað en verið agndofa.” – Brynjar Vatnsdal, Iceland Review

No comments

You can be the first one to leave a comment.

Leave a Reply