OF MONSTERS AND MEN tilkynna hér með að langþráð önnur breiðskífa þeirra sem hlotið hefur heitið Beneath The Skin mun koma út 8. júní á Íslandi á vegum Record Records. Þessi margrómaði kvintett frumflytur fyrstu smáskífuna „Crystals“ í dag á öldum ljósvakans sem og á Tónlist.is. Myndband með texta við lagið verður einnig gefið út á YouTube sama daga og má sjá það hér að neðan.
Íslenska útgáfa breiðskífunnar mun innihalda lögin „Backyard“ og „Winter Sound“ sem verður ekki að finna á hefðbundinni útgáfu breiðskífunnar erlendis heldur eingöngu á viðhafnarútgáfum og þeirri íslensku.
Hljómsveitin hefur eytt síðastliðnu ári á Íslandi og í Los Angeles með upptökustjóranum Rich Costey sem vann með þeim að breiðskífunni en hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við Muse, Death Cab for Cutie, Foster The People og Interpol. Í síðustu viku sendi sveitin frá sér stutt myndbrot til að tilkynna heitið á fyrstu smáskífunni sem og útgáfudeginum.
Hljómsveitin leggur í tónleikaferðalag á næstunni og eru fyrstu tónleikarnir fyrirhugaðir í Massey Hall í Toronto í Kanada 4. maí næstkomandi.
Það má búast við miklu af sveitinni á næstunni og er óhætt að segja að margt hafi gerst síðan fyrsta breiðskífa þeirra kom út á Íslandi árið 2011 en hún hefur selst í tveim milljónum eintaka á heimsvísu.
Frá árinu 2011 hefur sveitin spilað marga eftirminnilega tónleika á hátíðum á borð við Lollapalooza, Bonnaroo, Coachella, Iceland Airwaves, Newport Folk Festival, Osheaga, Glastonbury, Reading and Leeds, Pukkelpop og Splendour In The Grass auk fjölda annarra uppseldra tónleika um allan heim. Þau hafa heillað sjónvarpsáhorfendur í þáttum á borð The Tonight Show með Jay Leno, Late Show með Jimmy Fallon, The Graham Norton Show og Saturday Night Live. Einnig lánaði sveitin lagið sitt „Dirty Paws“ í kynningarmyndbrot á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty og í kynningarmyndband fyrir iPhone 5, auk þess sem lagið „Silhouettes“ var sérsamið fyrir kvikmyndina The Hunger Games: Catching Fire.
Lagalisti Beneath The Skin:
1. Crystals
2. Human
3. Hunger
4. Wolves Without Teeth
5. Empire
6. Slow Life
7. Organs
8. Black Water
9. Thousand Eyes
10. I Of The Storm
11. We Sink
12. Backyard
13. Winter Sound
Of Monsters and Men síður
Facebook
Twitter
Instagram
VEVO
YouTube