Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent síðastliðið föstudagskvöld í Hörpu og yfirgaf tónlistarfólk á vegum Record Records athöfnina klyfjað verðlaunum. Hæst báru Agent Fresco og Of Monsters and Men sem samanlagt unnu til fjögurra verðlauna. Samtals voru sveitirnar tilnefndar til tíu verðlauna og var Júníus Meyvant tilnefndur til tveggja verðlauna. Við hjá Record Records ótrúlega stolt af árangri okkar tónlistarfólks.

Hér listi yfir verðlaunin sem okkar fólk fékk:

Plata ársins – Rokk
Agent Fresco – Destrier

Lag ársins – Popp
Of Monsters and Men – Crystals

Söngvari ársins
Arnór Dan Arnarson (Agent Fresco)

Flytjandi ársins
Of Monsters and Men

Aðrar tilnefningar
Of Monsters and Men – Beneath The Skin, Plata ársins – Popp
Agent Fresco – See Hell, Lag ársins – Rokk
Júníus Meyvant – Hailslide, Lag ársins – Popp
Júníus Meyvant – Söngvari ársins
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir (OMAM) – Söngkona ársins
Agent Fresco – Flytjandi ársins
Útgáfutónleikar Agent Fresco – Tónlistarviðburður ársins
Styrmir Hauksson og Agent Fresco – Upptökustjóri ársins

Deila