Sátt

Ásgeir - Sátt

  • Lagalisti - Sátt:
  • 1. Myndir
  • 2. Bernskan
  • 3. Heimþrá
  • 4. Minning
  • 5. Upp úr moldinni
  • 6. Andann dregur
  • 7. Glæður
  • 8. Sátt
  • 9. Lifandi vatnið
  • 10. Hringsól
  • 11. Vaðandi þurrt
  • Lagalisti - Bury The Moon:
  • 1. Pictures
  • 2. Youth
  • 3. Breathe
  • 4. Eventide
  • 5. Lazy Giants
  • 6. Overlay
  • 7. Rattled Snow
  • 8. Turn Gold Into Sand
  • 9. Living Water
  • 10. Until Daybreak
  • 11. Bury The Moon
  • Útgáfuform
  • CD
  • LTD. CD (2CD)
  • Vínyll LP
  • LTD Vínyll (2LP)
  • Stafrænt

Tónlistarmaðurinn Ásgeir hefur gefið út sína þriðju breiðskífu sem er komin í plötubúðir og á tónlistarveitur.

Á nýrri plötu snýr Ásgeir aftur með íslenskt efni en öll platan er fáanleg bæði á íslensku og ensku. Á Íslandi kemur platan út undir nafninu „Sátt“ en enska útgáfa plötunnar ber titilinn „Bury The Moon“. Í plötubúðum á Íslandi er þó hægt að ná í eintök í takmörkuðu upplagi sem inniheldur báðar plöturnar saman í pakka. Er það gefið út í veglegum pökkum bæði á tvöföldum geisladisk og tvöföldum vínyl.

Ásgeir eyddi nokkrum vikum aleinn úti í óbyggðum við að semja efni þessarar plötu.
„Ég tók með mér gítar, hljómborð og lítið upptökutæki, það var allt of sumt“ rifjar Ásgeir upp.

Ásgeir fékk senda matarpakka frá vinum og vandamönnum og sagði Ásgeir enn fremur:
„Mig hefur alltaf langað til að gera þetta. Fara í burtu á eigin vegum að semja tónlist. Ég held að það hafi verið mjög hollt fyrir mig að hafa ekkert fyrir stafni annað en tónlist, enga truflun.
Ég fór út að hlaupa á morgnana og eyddi síðan því sem eftir lifði dags við að semja lög.“

Nú þegar hafa birst plötudómar um nýju plötuna í erlendum tónlistartímaritum þar sem platan fær einróma lof gagnrýnenda en til að mynda hið virta tónlistartímarit MOJO gefur plötunni 4 stjörnur.

Ásgeir - Sátt / Bury The Moon