Floating Harmonies

Floating Harmonies

 • Lagalisti
 • 1. Be a Man
 • 2. Beat Silent Need
 • 3. Color Decay
 • 4. Neon Experience
 • 5. Domestic Grace Man
 • 6. Hailslide
 • 7. Mighty Backbone
 • 8. Gold Laces
 • 9. Signals
 • 10. Manos
 • 11. Pearl in Sandbox
 • 12. Floating Harmonies
 • Útgáfuform
 • CD
 • 2xLP
 • Stafrænt

BESTA PLATA ÁRSINS – Íslensku tónlistarverðlaunin 2017

Langþráð fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Unnars Gísla Sigmundssonar eða Júníus Meyvant er komin út og er hún nú fáanleg í öllum betri plötubúðum og á tónlistarveitum.
Þetta hefur verið löng og erfið fæðing allt frá því að upptökur hófust á fyrstu smáskífu plötunnar, „Color Decay“ í byrjun árs 2014 en útkoman er biðarinnar virði.

Floating Harmonies var tekin upp á Íslandi í Orgelsmiðjunni, Finnlandi og fleiri stöðum. Upptökumenn voru Magnús Øder, Finnur Hákonarson, Andri Ólafsson og Júníus Meyvant. Hljóðblöndun var í höndum Magnúsar Øder og tónjöfnun (e. Mastering) í höndun Glenn Shick.

Hljómsveit Júníusar Meyvants sem er nú að kölluð í höfuð á þessari fyrstu breiðskífu Júníusar, Floating Harmonies, er skipuð Árna Magnússyni, Kristofer Rodriguez og bræðrum Júníusar, þeim Guðmundi Óskari og Ólafi Rúnari.
Ásamt þeim var stór og flottur hópur tónlistarfólks sem spilaði á plötuna.

Plötuumslagið er listaverk eftir Júníus Meyvant.

Júníus kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2014 og fór frá athöfninni með tvenn verðlaun. Annars vegar sem Bjartasta vonin og hinsvegar verðlaun fyrir besta lag ársins. Á verðlaunahátíðinni fyrir árið 2015 hlaut hann tilnefningar, annars vegar fyrir besta lag ársins og hinsvegar sem besti karlkyns söngvarinn.
Árið 2017 fyrir árið 2016 hlaut hann svo 5 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokkunum besta plata ársins (popp), söngvari ársins, lagahöfundur ársins, plötuumslag ársins og tónlistarmyndband ársins.