Heyrðu mig nú

AmabAdamA - Heyrðu mig nú

 • Lagalisti
 • 1. Það sem þú gefur
 • 2. Eldorado
 • 3. Fljúgum hærra
 • 4. Gaia
 • 5. Hossa Hossa
 • 6. Babylonkirkja
 • 7. Óráð
 • 8. Berðu höfuðið hátt
 • 9. Hermenn
 • 10. Mannsháttur
 • Útgáfuform
 • CD
 • LP
 • Stafrænt

Reggíhljómsveitin AmabAdamA átti eitt vinsælasta og mest grípandi lag sumarsins 2014, „Hossa Hossa“.

AmabAdamA er tíu manna hljómsveit skipuð þremur söngvurum auk gítarleikara, bassaleikara, trommuleikara, trompetleikara, saxófónleikara, hljómborðsleikara og slagverksleikara. AmabAdamA er lífleg hljómsveit með meiru og á það bæði við lagasmíðar þeirra og sviðsframkomu. Sveitin hefur starfað í núverandi mynd frá því um vorið 2013 og er óhætt að segja að hún hefur skapað sér sess sem framvarðasveit íslensku reggísenunnar ásamt Hjálmum, Ojba Rasta og RVK Soundsystem.

Fyrsta breiðskífa AmabAdamA, Heyrðu mig nú, leit dagsins ljós nú á dögunum og ríkti mikil eftirvænting meðal unnenda sveitarinnar sem hefur fjölgað mikið eftir vinsældir „Hossa Hossa“ og nýjustu smáskífunnar „Gaia“.

Meðlimir AmabAdamA eru ellefu talsins og er óhætt að treysta því að þau færi gleði rakleiðis inní hjörtu landsmanna í svartasta skammdeginu því það tókst þeim svo sannarlega á Iceland Airwaves, Secret Solstice og á Innipúkanum í ár.

Tilvísanir:
„AmabAdamA færir fólki sólskin í hjartað.“ – Vísir.is
„Það er bara ljóst að Íslend¬ing¬ar elska reggí.“ – Mbl.is