Ein af framsæknari hljómsveitum okkar Íslendinga síðari ára er án vafa rokksveitin Agent Fresco úr Reykjavík. Flókin og ágeng en jafnframt angurvær og ástríðufull tónlist þeirra hefur fallið vel í kramið hjá íslenskum tónlistarunnendum. Hljómsveitin hefur undanfarin misseri undan hörðum höndum að sinni annarri breiðskífu og er óhætt að segja að það ríki mikil eftirvænting eftir útgáfu hennar. Önnur smáskífa plötunnar er komin út og heitir hún „See Hell“, áður hefur sveitin sent frá sér smáskífuna „Dark Water“ sem gaf til kynna nýjan og spennandi tón.
Nýtt myndband hefur verið framleitt fyrir nýju smáskífuna, framleiðsla þess var í höndum Tjarnargötunnar og kemur það út samhliða smáskífunni og má sjá það hér að neðan.
Nýja smáskífan er einnig eitt þeirra laga sem prýða væntanlega safnskífu Record Records, This Is Icelandic Indie Music Vol. 3. Það er einnig Record Records sem annast útgáfumál Agent Fresco á Íslandi en sveitin gerði nýverið útgáfusamning við þýska útgáfufélagið Long Branch Records um útgáfu á alheimsvísu.
Önnur breiðskífa sveitarinnar kemur út 7. ágúst næstkomandi og hefur hún fengið heitið Destrier og ríkir mikil spenna og eftirvænting eftir henni. Umslag hennar var hannað af Dóra Andréssyni.
Framundan eru svo heilmikil ósköp af tónleikum og munu þeir m.a. koma fram á Secret Solstice Festival, Eistnaflugi, UK Tech Fest, Iceland Airwaves og í bígerð er tónleikaferð um Evrópu.
Lagalisti Destrier:
1. Let Them See Us
2. Dark Water
3. Pyre
4. Destrier
5. Wait For Me
6. Howls
7. The Autumn Red
8. Citadel
9. See Hell
10. Let Fall The Curtain
11. Bemoan
12. Angst
13. Death Rattle
14. Mono No Aware