- Lagalisti
- 1. Of Monsters and Men - King and Lionheart
- 2. Retro Stefson - Glow
- 3. Kiriyama Family - Sneaky Boots
- 4. FM Belfast - We Are Faster Than You
- 5. Moses Hightower - Sjáum hvað setur
- 6. Ojba Rasta - Hreppstjórinn
- 7. Sykur - Reykjavík
- 8. Tilbury - Drama
- 9. Mammút - Salt
- 10. Agent Fresco - Implosions
- 11. Ensími - Aldanna ró
- 12. Lockerbie - Esja
- Útgáfuform
- CD
This Is Icelandic Indie Music er safnplata sem kom út á vegum Record Records.
Hún inniheldur rjómann af íslensku jaðartónlistarsenunni og eru á henni bæði áðurútgefin lög í bland við nýrri. Á þessum geisladisk er að finna lög með hljómsveitum sem margar hverjar hafa verið að gera góða hluti hér á landi og sumar sem hafa náð töluverðum árangri á erlendri grundu. Flytjendur á safnplötunni eru ein stærsta hljómsveit Íslands fyrr og síðar Of Monsters and Men, dansvæna jaðarpoppsveitin Retro Stefson, fjörkólfarnir í FM Belfast, reggae- og dub-sveitin Ojba Rasta, partíljónin í hljómsveitinni Sykur, sunnlenska jaðarpoppbandið Kiriyama Family, Moses Hightower sem á að baki tvær metnaðarfullar plötur, framsæknu rokkararnir í Agent Fresco, rokksveitin Mammút, hin dramatíska rokksveit Ensími og síðrokkararnir í Lockerbie.
Safnskífa þessi er ætluð þeim sem vilja fylgjast með því áhugaverðasta sem er í gangi í hinni blómlegu jaðartónlistarsenu Íslands hin síðari ár.
No comments