- Lagalisti
- CD 1 (Best of)
- 1. Farðu í röð
- 2. Ég drukkna hér
- 3. Hausverkun
- 4. Þið eruð frábær
- 5. Panikkast
- 6. Broko
- 7. Flug 666
- 8. Ég vil allt
- 9. Heima er best
- 10. Fallhlíf
- 11. Slóði
- 12. Rassgata 51
- 13. Höfuðfætlan
- 14. Human Clicktrack
- 15. Plan B
- 16. Viltu vera memm?
- 17. Brains, Balls and Dolls
- 18. Tímasóun
- CD 2 (áður óútgefið)
- 1. My Biggest Hero
- 2. Something New
- 3. Tracing God
- 4. Reykjavíkurnætur
- 5. Uncontrollable Urge
- 6. Í stuði
- 7. You're So Good
- 8. Zetor (Demo)
- 9. Happy Hour
- 10. Rassgata 51 (Nuke Dukem remix)
- 11. Farðu í röð (ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands)
- 12. Rassgata 51 (ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands)
- 13. Euro/Visa
- 14. Follow The White Line (Live)
- 15. Hausverkun (Live)
- 16. Þið eruð frábær (Live)
- 17. Rassgata 51 (Live)
- 18. Ave Maria (Live)
- Útgáfuform
- CD
- Stafrænt
Botnleðja er ein af líflegri rokksveitum síðari áratuga sneri aftur á senuna í fyrra við mikinn fögnuð unnenda sveitarinnar. Á ferli sínum sem nú spannar átján kom Botnleðja víða við og eignaðist marga aðdáendur hérlendis sem og erlendis.
Í ár kom út safnplatan „Þegar öllu er á botninn hvolft“ sem er tvöföld og hefur að geyma lög sem flestir sannir íslenskir rokkunnendur þekkja eins og handbökin sín. Fyrri diskurinn innheldur lög af breiðskífum þeirra fimm sem og tvö ný lög, „Slóði“ og „Panikkast“, sem bæði nutu mikilla vinsælda á þessu ári. Meðal eldri laga má nefna lög sem flest eru orðin sígild rokk og eru jafnfersk og þau voru þegar þau komu út á sínum tíma, þetta eru lög á borð við „Þið eruð frábær“, „Rassgata 51“, „Farðu í röð“, „Fallhlíf“ og „Human Clicktrack“.
Seinni diskurinn inniheldur enskar útgáfur lögum sveitarinnar, endurhljóðblandanir, tónleikaupptökur, æfingardemó af kassettum sem aldrei hafa komið út áður og ábreiður Botnleðju af lögum tónlistarmanna á borð við Megas og Devo. Aðdáendur Botnleðju og annan áhugafólk um framúrskarandi, hresst og grípandi jaðarrokk ættu ekki að láta þessa frábæru safnskífu fram hjá sér fara.
No comments