Talking About The Weather

Lay Low - Talking About The Weather

  • Lagalisti
  • 1. Talking About The Weather
  • 2. I Would If I Could
  • 3. Gently
  • 4. In The Dead Of Winter
  • 5. I Remember
  • 6. One Of Those Nights
  • 7. It Goes Without Saying
  • 8. Our Conversations
  • 9. With The Wind
  • 10. I Don't Mind
  • 11. The Invitation

  • Útgáfuform
  • CD
  • LP
  • Stafrænt

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir er þekktust sem Lay Low meðal margra tónlistarunnenda, jafnt á Íslandi sem og víða erlendis. Lovísa hefur jafnan verið með umsvifameiri og frjóari tónlistarkonum Íslands á 21. öldinni. Hún hefur á sínum ferli sem sólótónlistarkona gefið út fjórar frábærar breiðskífur, tvær tónleikaplötur, tónlist fyrir leikhús, fjölda smáskífa og hefur hún unnið og flutt tónlist í samvinnu við Ólöfu Arnalds, Egil Ólafsson, Moses Hightower, Ragnhildi Gísladóttur, Pétur Ben, Björgvin Halldórsson og fleiri.

„Talking About The Weather“ er fjórða hljóðversskífa tónlistarkonunnar Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur eða Lay Low og önnur skífan sem kom út með henni á árinu 2013. Áður hefur Lay Low gefið út „Please Don‘t Hate Me“, „Farewell Good Night‘s Sleep“ og „Brostin strengur“ sem allar skera sig úr frá hvori annarri því Lay Low er tónlistarmaður sem ekki er gjörn á að endurtaka sig mikið.

Það er Lay Low sjálf sem vélar upptökurnar á „Talking About The Weather“ og er þetta fyrsta breiðskífa hennar þar sem hún stjórnar alfarið upptökum. Til að hljóðblanda plötuna fékk hún breska upptökustjórann Ian Grimble sem hefur starfað með listamönnum á borð við Manic Street Preachers, Beth Orton, Travis og Daughter. Daughter er ensk hljómsveit sem hefur verið að gera það gott beggja vegna Atlantsála og fór Lay Low í tónleikaferð með henni á þessu ári.

„Talking About The Weather“ er á margan hátt rökrétt framhald smáskífunnar „The Backbone“ sem Lay Low sendi frá sér á síðasta ári og er af mörgum talið vera það besta sem tónlistarkonan hefur sent frá sér hingað til.

No comments

You can be the first one to leave a comment.

Leave a Reply