Ojba Rasta

Ojba Rasta - Ojba Rasta

  • Lagalisti
  • 1. Gjafir jarðar
  • 2. Hreppstjórinn
  • 3. Stjörnuljós
  • 4. Sólstöður
  • 5. Jolly Good
  • 6. Baldursbrá
  • 7. Jónsmessa
  • 8. Í ljósaskiptunum
  • Útgáfuform
  • CD
  • LP
  • Stafrænt

Íslenska reggae sveitin Ojba Rasta sendir hér frá sér sína fyrstu plötu. Platan sem er samnefnd sveitinni hefur verið í vinnslu í þó nokkurn tíma. Á plötunni er að finna lögin vinsælu Jolly Good, Baldursbrá og Hreppstjórinn.

Ojba Rasta var stofnuð í Reykjavík á því herrans ári 2009. Eftir mannabreytingar endaði hún sem ellefu manna hljómsveit, þó alltaf hafi hún haft það fyrir stefnu að spila reggae músík með dub ívafi.
Áhrifavaldar eru fjölmargir, en í þessum tónlistarlega bragðaref hefur verið blandað saman heimstónlist, kvikmyndatónlist, kvæðalögum og öðru sem til fellur og eyra er næst. Bandinu hefur vegnað vel á vinsældarlistum útvarpsstöðva og hefur auk þess hlotið lof fyrir líflega sviðsframkomu undanfarin misseri, en nú er loks frumburður Ojba Rasta orðinn að veruleika.

Tilvitnanir:
4 stjörnur af 5 í Fréttablaðinu
„Hin stóra reggísveitin á Íslandi með frábæra frumsmíð.“

No comments

You can be the first one to leave a comment.

Leave a Reply