- Lagalisti
- 1. Deliverance
- 2. Frozen
- 3. Hollow
- 4. Turbulence
- 5. Cool Confrontation
- 6. Northern Comfort
- 7. Animals
- 8. Shook Up
- 9. Great Expectations
- 10. Transmission
- CD
- LP
- Stafrænt
Hljómsveitin Tilbury sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu árið 2012 og þótti hún með þroskaðri og heilsteyptari byrjendaverkum sem kom út það ár. Hljómsveitin sem er skipuð meðlimum sveita á borð við Moses Hightower, Skakkamanage, Valdimar, Hjaltalín og Borko er mætt til leiks á ný og fetar hún þónokkuð á aðrar slóðir en hún gerði á „Exorcise“.
Á „Northern Comfort“ skipa hljómborð stórt hlutverk og er breiðskífan töluvert rafrænni en fyrirrennari hennar. Lagasmíðarnar eru engu að síður það sem bera þessa frábæru plötu uppi og gefur hún frumburðinum ekkert eftir í gæðum.
Fyrsta smáskífan, sem er samnefnd breiðskífunni, fór strax inná Vinsældarlista Rásar 2 og halda aðdáendur sveitarinnar ekki vatni yfir þessari plötu sem vex með hverri hlustun.
Tilvitnanir:
„Dæmalaus bland af raftónlist og þjóðlagaskotnu poppi.“ – Bitcandy.com
No comments