- Lagalisti
- A hlið:
- 1. Háa c (Borko remix)
- 2. Góður í (Kippi Kaninus remix)
- 3. Inn um gluggann (múm remix)
- 4. Troðinn Snjór (Hermigervill remix)
- 5. Góður í (Sin Fang Yung Boize remix ft. Babigyrl, Ljóti kallinn & Krystal Carma)
- B hlið:
- 1. Háa c (Pedro Pilatus remix)
- 2. Inn um gluggann (Delirium Klemenz remix)
- 3. Sjáum hvað setur (intr0beatz remix ft. Forgotten Lores)
- 4. Góður í (Oculus remix)
- 5. Stutt skref (Helmus dub)
- CD:
- 1. - 10. Sides A+B
- 11. Háa c (Retro Stefson remix)
- 12. Sjáum hvað setur (Mixophrygian remix)
- 13. Upp til að anda (Sóley)
- 14. Troðinn snjór (Terrordisco remix)
- 15. Sjáum hvað setur (Nuke Dukem remix)
- 16. Tíu dropar (Halli Civelek remix)
- Útgáfuform
- LP+CD
Moses Hightower sendu frá sér eina bestu plötu síðasta árs og ber hún heitið „Önnur Mósebók“ og var það önnur breiðskífa sveitarinnar. Í hljómsveitinni er vel hæfur meðlimur í hverju sínu horni og eru Moses Hightower meistarar í því að láta það litla hljóma svo rosalega stórt. „Önnur Mósebók“ hlaut meðal annars verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum og viðurkenningu hjá Kraumi Tónlistarsjóð.
Áhrifavaldar Moses Hightower eru margvíslegir og hafa meðlimir sveitarinnar gott vald á tónlistarsköpun sinni. Inn í lagasmíðar þessarar einstöku hljómsveitar rata tónlistarstefnur á borð við fönk, bossanova og vægt progg.
Nú eru Moses Hightower mættir til leiks á ný og nú með endurhljóðblandaða útgáfu af breiðskífu þeirra frá því í fyrra. „Mixtúrur úr Mósebók“ hefur að geyma endurhljóðblandanir frá tónlistarmönnum úr ýmsum áttum og má þar meðal annars nefna þau Sóley, Sin Fang, Múm, Hermigervill, Kippi Kanínus og Introbeats.
„Mixtúrur úr Mósebók“ mun falla í kramið hjá áðdáendum sveitarinnar og hentar vel við hvaða tilefni sem er.
No comments