- Lagalisti
- 1. Endir
- 2. Geimþrá
- 3. Rauðilækur
- 4. Svefnsýkt
- 5. Gun
- 6. Untitled
- 7. Dýradóttir
- 8. Karkari
- 9. Ég veit hann kemur fljótt
- 10. Drekasöngvar
- 11. Í leyni
- Útgáfuform
- CD
- LP
- Stafrænt
Karkari er önnur breiðskífa rokkhljómsveitarinnar Mammút og markar hún á vissan hátt upphafið á Record Records og á hún enn stóran stað í hjarta okkar. Karkari kom út tveimur árum á eftir samnefndum frumburði sveitarinnar og var hún í alla staði risastórt stökk í listrænum þroska og metnaði hljómsveitarinnar. Platan kynnti til leiks bassaleikarann Ásu Dýradóttur sem á margan hátt fullkomnaði hljómsveitarinnar og gerði hann að því sem hann er í dag.
Karkari sýnir margar af grófustu og rokkuðustu hliðum Mammút en hún á sér einnig margar hugljúfari og á köflum melankólskar hliðar. Aðdáendum hljómsveitarinnar fjölgaði til muna í kjölfar Karkara enda inniheldur hún frábær lög á borð við Geimþrár, Rauðilækur, Svefnsýkt og Dýradóttir.
Upptökustjóri plötunnar var Axel ‘Flex’ Árnason og átti hann stóran þátt í að móta breyttan hljóm sveitarinnar í hinu goðsagnarkennda Geimsteins-hljóðveri í Keflavík.
No comments