Hymns

Hymnalaya - Hymns

  • Lagalisti
  • 1. Colt For a King
  • 2. II
  • 3. Riddles
  • 4. IV
  • 5. In My Early Years
  • 6. Patience
  • 7. Mind Blown
  • 8. Shapes and Sounds
  • 9. Everything
  • 10. X
  • 11. Svarta
  • 12. IV
  • Útgáfuform
  • CD
  • Stafrænt

Snemma á árinu 2013 kom fram á sjónarsviðið jaðarþjóðlagasveit að nafni Hymnalaya úr Reykjavík. Hjarta sveitarinnar er samansett af þeim Einari Kristni Þorsteinssyni (gítar og söngur), Gísli Hrafn Magnússyni (gítar), Kristofer Rodriguez (trommur og slagverk) og Þórdísi Björt Sigþórsdóttur (fiðla). Á hljómleikum koma Hymnalaya oft fram með nokkrum gestahljóðfæraleikurum sem hjálpa til við að framkalla hinn sérstæða og þýða hljóm sem Hymnalaya hefur skapað á fyrstu breiðskífu sinni.

Í listsköpun sinni sækir Hymnalaya innblástur sinn m.a. í gamla sálma sem þau klæða í þjóðlagabúning tuttugstu og fyrstu aldarinnar. Á köflum minna Hymnalaya samferðalanga á borð við Seabear, Beirut og Of Monsters and Men og er saga að segja frá því að Of Monsters and Men hafa lokið lofsyrði á Hymnalaya notað samskiptasíðurnar Facebook og Twitter til þess að mæra sveitina og tóku aðdáendur þeirra vel í.

Það var Alex Somers sem stjórnaði upptökum á „Hymns“ og hefur hann starfað með tónlistarmönnum eins og Sigur Rós, Julianna Barwick, Low Roar, Sin Fang og Jónsa.

No comments

You can be the first one to leave a comment.

Leave a Reply