- Lagalisti
- 1. Draumadós
- 2. Ég veit ég vona
- 3. Lagstúfur
- 4. DNA
- 5. Einhvern veginn svona
- 6. Þyngra en tárum taki
- 7. Skot í myrkri
- 8. Faðir og bróðir
- 9. Sama tíma
- 10. Á bak við augnlokin
- Útgáfuform
- CD
- LP
- Stafrænt
Íslenska reggíhljómsveitin Ojba Rasta stimplaði sig rækilega á íslenska tónlistarlandakortið í fyrra með samnefndri frumburðarskífu sinni.
Ári síðar sneru Ojba Rasta aftur og með óviðjafnanlega breiðskífu þar sem hún slær hvergi slöku við og bætir helst í ef eitthvað er. „Friður“ er tíu laga fjölbreytt breiðskífa sem hefur að geyma geimskotið dub, angurvær og sálarskotin reggílög og tyrkneska sýrutónlist. Það er vandalítið að staðhæfa að þessi sjö til tíu manna hljómsveit hefur ekki setið auðum höndum frá því þau gáfu út fyrstu breiðskífuna sína því þau hafa nánast fullkomnað hljóðheim sinn með margbreyttu flúri og skrautlegum fléttum.
„Friður“ innheldur hvern gullmolann af fætur öðrum og hefur „Einhvern vegin svona“ notið töluverðrar hylli á öldum ljósvakanna og fór meðal annars í toppsæti vinsældarlista Rásar 2. Hér á ferðinni ein af betri og fjölbreyttari reggíplötum sem komið hefur út á Íslandi.
No comments