Brighter Days

FM Belfast - Brighter Days

  • Lagalisti
  • 1. Brighter Days
  • 2. Everything
  • 3. Ears
  • 4. DeLorean
  • 5. Holiday
  • 6. Non Believer
  • 7. We Are Faster Than You
  • 8. Gold
  • 9. Ariel
  • 10. The End
  • Útgáfuform
  • CD
  • LP
  • Digital

Gleðisveitin FM Belfast sendi frá sér sína þriðju breiðskífu og var henni fagnað af aðdáendum sveitarinnar beggja vegna Atlantsála. Breiðskífunni var gefið nafnið Brighter Days og er óhætt að segja að það sé bjart yfir henni. Record Records gaf breiðskífuna út á Íslandi og er þetta fyrsta breiðskífan sem kemur út á vegum útgáfunnar. FM Belfast annaðist útgáfu plötunnar á erlendri grundu og var henni fylgt eftir með stífu tónleikahaldi í Evrópu sem og á Íslandi og eru tónleikar þeirra ávallt umtalaðir og miklar gleðisamkomur. Útgáfufélag hljómsveitarinnar heitir World Champion Records og gaf það einnig út fyrstu breiðskífu sveitarinnar, How To Make Friends.

FM Belfast hefur um langt skeið verið ein líflegasta tónleikasveit landsins til þónokkurra ára og hefur henni tekist vel að koma glaðværðinni til skila á plasti og í frísklegum myndböndum sínum. Þriðja smáskífan af plötunni, „Everything“, er komin í spilun á öldum ljósvaka og er einnig hægt að ljá hana eyrum inná öllum helstu tónlistarveitum. Áður hafa komið út smáskífurnar „Delorean“ og er lagið „The End“ endurgerð á laginu „Öll í kór“ sem FM Belfast samdi sérstaklega fyrir Unicef á Degi rauða nefsins.
Meðlimir FM Belfast eru sem áður Árni Rúnar Hlöðversson, Lóa Hjálmtýrsdóttir, Árni Vilhjálmsson og Örvar Smárason Þóreyjarson. Einnig eru meðspilarar m.a. þeir Ívar Pétur Kjartansson, Björn Kristjánsson og fleiri.

Tilvísanir:
„Hressileg blanda af Daft Punk og Diplo.“ Clash Magazine
Fjórar stjörnur á All Music Guide.