- Lagalisti
- 1. Anemoi
- 2. He Is Listening
- 3. Eyes Of A Cloud Catcher
- 4. Silhouette Palette
- 5. Of Keen Gaze
- 6. Translations
- 7. A Long Time Listening
- 8. In The Dirtiest Deep Of Hope
- 9. Yellow Nights
- 10. Paused
- 11. Implosions
- 12. Almost At a Whisper
- 13. Pianissimo
- 14. One Winter Sailing
- 15. Tiger Veil
- 16. Above These City Lights
- 17. Tempo
- Útgáfuform
- CD
- LP
- Stafrænt
A Long Time Listening er fyrsta breiðskífa djassskotnu og melódísku reiknirokkaranna í Agent Fresco og kom hún út undir árslok 2010. Platan er metnaðarfullt þrekvirki og inniheldur hún sautján lög.
Agent Fresco hafa löngum verið þekktir fyrir einstaklega tilfinningahlaðna rokktónlist. Áfergja og ofsi koma oft upp í hugann þegar maður lýsir tónlist þessarar einstöku sveitar sem á sig enga líka í íslenskri tónlistarsögu síðari ára. Þessum hugtökum mæta svo fegurð og fullkomin einlægni sem þar sem söngvarinn Arnór Dan útbásúnar persónulegum lífsreynslum í textum sínum með englarödd og stundum djöfullegum öskrum þegar mikið liggur við.
Það er mikið spunnið í A Long Time Listening og á henni gæta áhrifa úr djasstónlist, flóknu stærðfræðirokki, harðkjarnapönki og framfarasinnuðu poppi. Platan tekur hlustandann með sér í ferðalag þvert yfir allan tilfinningaskalann í þeim sautján og fjölbreyttu lögum sem hana prýða. Auk hinna mikilhæfu meðlima Agent Fresco koma fram meðlimir For A Minor Reflection, Dikta, Sudden Weather Change, Rökkurró og Mammút.
No comments