Júníus Meyvant hlaut í gær verðlaun fyrir bestu popp plötu ársins á Íslensku tónlistaverðlaununum fyrir plötu sína Floating Harmonies.

Júníus Meyvant var tilnefndur í fimm flokkum:
Besta plata ársins (Popp)
Söngvari ársins (Popp)
Tónlistarmyndband ársins
Lagahöfundur ársins
Plötuumslag ársins

Floating Harmonies kom út um mitt sumar 2016 eftir langþráða bið og erfiða fæðingu. Platan kom út um allan heim og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda.

Við óskum Júníusi Meyvant innilega til hamingju!

Deila